Móttökukerfi fyrir ónýta báta komið á í Svíþjóð

1471551592Svíar hafa komið upp móttökukerfi á landsvísu fyrir úr sér gegna skemmtibáta til að tryggja að bátar skili sér í viðeigandi endurvinnslu og förgun að notkun lokinni. Að kerfinu standa endurvinnslufyrirtækið Stena Reycling og Swe boat, sem eru samtök bátaeigenda í Svíþjóð. Hingað til hefur ekki verið talin mikil þörf fyrir kerfi af þessu tagi, þar sem endursöluverð bátanna hefur verið hátt og endingin svo góð að fáum bátum hefur verið lagt. Nú er bátafólk hins vegar orðið vandlátara en fyrr og endursöluverð gamalla báta fer lækkandi. Í skemmtibátum er ýmiss búnaður, svo sem kælitæki, salerni, olíutankar o.s.frv., sem getur reynst skaðlegur umhverfinu ef bátarnir sökkva eða liggja lengi í hirðuleysi.
(Sjá frétt Miljöaktuellt í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s