Coop hættir sölu á örbylgjupoppi

coop_popcornCoop í Danmörku hefur hætt sölu á örbylgjupoppi í öllum 1.200 verslunum fyrirtækins í Danmörku vegna hræðslu við áhrif hormónaraskandi flúoraðra efna í umbúðunum. Ákvörðunin var tekin í framhaldi af rannsókn vísindamanna frá Syddansk Universitet sem sýndi auknar líkur á fósturláti hjá konum með mikið magn flúors í blóði. Verslunarkeðjan, sem rekur einnig verslanir undir nöfnunum Fakta, Kvickly og Super Brugsen, hefur unnið markvisst að því að draga úr magni flúoraðra efna í eigin vörum og meðal annars fjarlægt slík efni úr bökunarpappír og möffinsformum sem fyrirtækið framleiðir. Coop hefur um nokkurt skeið unnið með birgjum að því að finna staðgönguefni flúorefnanna í popppokunum, en án árangurs. Á meðan ekki liggur fyrir hvernig hægt sé að draga úr notkun efnanna og tryggja þar með öryggi netenda hvað þetta varðar mun Coop aðeins selja poppbaunir og poppkorn sem búið er að poppa.
(Sjá frétt DR í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s