Yfirvöld á Marshalleyjum íhuga að hætta nýskráningum olíuskipa og borpalla, en eyríkið er nú með þriðju stærstu skipaskrá í heimi þrátt fyrir mikið fámenni. Um 2,5% af landsframleiðslu Marshalleyja má rekja til nýskráningar olíuskipa og borpalla. Ríkið er eitt þeirra verst stöddu í heiminum með tilliti til loftslagsbreytinga, enda er hæsti punktur eyjanna aðeins nokkrum metrum yfir sjávarmáli, auk þess sem óveður á Kyrrahafi hafa orðið tíðari síðustu ár. Utanríkisráðherra Marshalleyja segir að málið sé mjög flókið, því að ef Marshalleyjar hætti skráningu olíubúnaðar þýði það ekki einungis samdrátt í tekjum ríkisins heldur sé líklegt að stórfyrirtæki leiti til annara landa og þá sé vandamálið enn óleyst. Marshalleyjar hafa lagt mikla áherslu á að Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) setji lögbundin losunarviðmið fyrir skipaflotann.
(Sjá frétt the Guardian 13. maí).