Hagvöxtur jókst 2014 án aukinnar losunar

IEA_wind_160Árið 2014 var sögulegt að því leyti að hagvöxtur jókst án þess að mælanleg aukning yrði á losun gróðurhúsalofttegunda, að því er fram kemur í tilkynningu frá Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA). Síðustu 40 ár hefur aukinn hagvöxtur alltaf skilað sér í aukinni losun gróðurhúsalofttegunda, en losunin stóð í stað á milli áranna 2013 og 2014 þrátt fyrir 3% hagvöxt. Losun hefur stundum minnkað milli ára, en samdrátturinn hefur þá alltaf tengst fjármálakreppum. IEA telur þessa þróun mála 2014 benda til að áhersla á endurnýjanlega orku sé farin að skila sér í aftengingu hagvaxtar og losunar. Stofnunin bendir þó á að losun gróðurhúsalofttegunda sé enn mjög há og mikilvægt sé að ríkisstjórnir leggi aukna áherslu á umbreytingu orkuframleiðslunnar.
(Sjá frétt The Verge 13. mars).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s