Rusl í hafi þrengir að lífríkinu

marine_debris_160Um 700 tegundir lífvera hafa orðið fyrir áhrifum af rusli í hafinu samkvæmt nýrri rannsókn sem Háskólinn í Plymouth kynnti á dögunum. Í rannsókninni var farið yfir tiltækar upplýsingar um lífverur sem hafa orðið fyrir barðinu á úrgangi í sjónum og fundust í þeirri leit heimildir um 44.000 lífverur sem flækst höfðu í rusli eða gleypt það. Um 92% af þessu rusli var plast, en algengt er að sjávarspendýr og fuglar flækist í plastreipum og fiskinetum eða gleypi plasteindir. Um 17% af umræddum tegundum reyndust vera á heimsválista IUCN yfir tegundir í útrýmingarhættu, þ.á m. Hawaii-munkaselurinn, Loggerhead sæskjaldbakan og gráskrofan. Aðstandendur rannsóknarinnar segja bein áhrif úrgangs á tegundir í útrýmingarhættu vera sérstakt áhyggjuefni, en þörf sé á auknum rannsóknum á áhrifum inntöku.
(Sjá frétt Science Daily 19. febrúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s