Bergbrot bannað í Skotlandi

fracking_skotland_160Skoska ríkisstjórnin tilkynnti í gær um tímabundið bann við bergbroti til gasvinnslu. Með þessu vill ríkisstjórnin gefa almenningi, frjálsum félagasamtökum og öðrum færi á að koma skoðunum sínum á framfæri, auk þess sem yfirvöld fá tíma til að fara yfir rannsóknir á áhrifum gasvinnslu á umhverfi og samfélag. Engin starfsleyfi fyrir óhefðbundna olíu- og gasvinnslu verða gefin út fyrr en ríkisstjórn Skotlands hefur tekið endanlega ákvörðun um slíka vinnslu, byggða á heildstæðu mati. Með þessu fylgir Skotland í fótspor Frakklands, Írlands, Hollands og New York ríkis, sem öll hafa stöðvað bergbrot til gasvinnslu. Náttúruverndarsamtök og önnur frjáls félagasamtök fagna banninu og er haft eftir talsmanni Vina jarðar (Friends of the Earth) að samtökin hafi fulla trú á að bergbrot verði bannað varanlega eftir að ríkisstjórnin hefur farið yfir þau gögn sem liggja fyrir um áhrif vinnslunnar á umhverfi og lýðheilsu.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s