Kínversk stjórnvöld hvetja til málaferla gegn mengunarvöldum

Industrial Waste Water Discharge in the Yellow River in ChinaKínversk stjórnvöld kynntu í síðustu viku löggjöf sem gefur frjálsum félagasamtökum, hópum náttúruverndarsinna og öðrum hópum hagsmunaaðila aukin réttindi til að lögsækja mengunarvalda. Hópar sem standa í málaferlum sem miða að því að draga úr mengun í Kína munu m.a. fá afslátt af málskostnaði, auk þess sem félagasamtök fá aukið svigrúm til að höfða mál gegn fyrirtækjum án tillits til þess hvar fyrirtækin eru skráð. Nýlegar rannsóknir benda til að í dag séu um 2/3 af jarðvegi í Kína mengaðir, svo og um 60% af öllu grunnvatni. Þá er Kína með hæstu losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Stjórnvöld lýstu á síðasta ári yfir stríði gegn mengun og er aðgerðin liður í þeirri baráttu.
(Sjá frétt the Guardian 7. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s