Skaðlegir þungmálmar í símahulstrum og veskjum

barnogsimahulstur_160Símahulstur og veski úr gervileðri innihalda mörg hver þungmálma. Þetta kom fram í nýrri athugun Test Fakta í Svíþjóð, þar sem skoðaðar voru 11 vörur af þessu tagi. Fimm af þessum vörum innihéldu blý, þar af fjórar í meiri styrk en leyft verður í væntanlegum reglum ESB um efnainnihald í vörum sem börn geta stungið upp í sig. Í símahulstri úr plasti frá Glitter fannst einnig óleyfilegt magn kadmíums og í tveimur hulstrum frá Apple og Phonehouse fannst mikið af krómi. Ekki var þó um að ræða sexgilt króm heldur þrígilt sem talið er minna skaðlegt heilsunni. Blý er oft að finna í gervileðri, einkum í rauðum lit, en króm finnst frekar í leðurvöru þar sem málmurinn er notaður við sútun. Ólíklegt er að þungmálmarnir í þessum vörum valdi heilsutjóni einir og sér, en hafa ber í huga að lítið er vitað um kokteiláhrif skaðlegra efna úr neytendavörum. Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir slíku.
(Sjá frétt Test Fakta 12. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s