Bruðlað með „ósýnilegt vatn“

watershortage_160Brýnt er að draga úr „ósýnilegri vatnsneyslu“ við matvælaframleiðslu að mati Heimssamtaka efnaverkfræðinga (IChemE), en með „ósýnilegri vatnsneyslu“ er átt við það vatn sem notað er í framleiðsluferlinu. Samtökin áætla að hver einstaklingur neyti um 1,8 milljónar lítra af ósýnilegu vatni árlega eða um 2.000-5.000 lítra á dag. Horfur eru á að vatnsnotkun muni aukast um meira en 50% fram til ársins 2050 vegna fólksfjölgunar og aukinnar áherslu á vestrænt neyslumynstur, en um 70% af öllu ferskvatni eru nú þegar nýtt í landbúnaði. Með hliðsjón af þessu hafa samtökin lagt til að stefnt verði að 20% samdrætti til ársins 2050 til að auka fæðuöryggi og minnka álag á vatnslindir heimsins.
(Sjá frétt ENN 5. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s