Lífræn vottun í Danmörku í 25 ár

okologisk_160Danska Ø-merkið fyrir lífræna vottun fagnar nú 25 ára afmæli. Merkið hefur átt stóran þátt í að gera Dani að þeirri þjóð sem kaupir mest lífrænt, en um 8% af öllum matarinnkaupum í Danmörku eru nú lífrænt vottuð. Síðan vottunin var sett á laggirnar hefur danska þjóðin komið í veg fyrir að rúmlega þrjár milljónir tonna af eiturefnum sleppi út í náttúruna og á sama tíma verndað um 4.300 milljarða lítra af grunnvatni fyrir mengun af völdum varnarefna með því einu að kaupa lífrænt vottaðar vörur. Aðstandendur vottunarinnar telja að velgengni Ø-merkisins megi rekja til þess trausts sem merkingin hefur unnið sér á dönskum markaði. Um 98% danskra neytenda þekkja til merkisins og um 80% treysta því fullkomlega. Nú kaupa um 45% danskra neytenda lífrænt vottaðar vörur vikulega og um 70% mánaðarlega. Danir áætla að sala á lífrænt vottuðum vörum muni tvöfaldast á næstu 25 árum.
(Sjá frétt Økologisk Landsforening í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s