Ástralía stendur sig verst iðnríkja í að sporna við loftslagsbreytingum samkvæmt nýrri skýrslu sem gefin var út í tengslum við loftslagsráðstefnuna í Lima. Höfundar skýrslunnar segja ástæðuna fyrir slæmri einkunn Ástrala vera að nýja íhaldsstjórnin hafi dregið til baka þær aðgerðir í loftslagsmálum sem samþykktar voru af fyrri ríkisstjórn. Með þessu hefur Ástralía tekið við af Kanada sem það iðnríki sem stendur sig verst, en Ástralía er jafnframt í næstneðsta sæti af öllum ríkjum heims, þar sem Sádi-Arabía vermir botnsætið. Í skýrslunni er Dönum hrósað fyrir gott starf í loftslagsmálum en þeir eru taldir standa sig best allra ríkja. Svíar eru þar í öðru sæti og Bretar í því þriðja.
(Sjá frétt EDIE 9. desember).