Nemendur verðlaunaðir fyrir matarsóunarverkefni

ThinkEatSaveUmhverfisstofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNEP) verðlaunaði í dag þrjá nemendahópa fyrir framúrskarandi verkefni sem stuðluðu að því að draga úr matarsóun, en verðlaunin eru hluti af matarsóunarverkefni UNEP Think.Eat.Save. Verkefnin þrjú eru frá Frakklandi, Mexíkó og Bretlandi og snúa öll að því að minnka matarsóun í skólum, en áætlað er að í Bretlandi einu sé árlega hent um 123.000 tonnum af mat úr skólamötuneytum. Verkefnið What The Food fékk fyrstu verðlaun, en franskir nemendur unnu þar að uppsetningu á appi sem auðveldar nemendum að skipuleggja hádegismatinn sinn um leið og rekstraraðilum matsölustaða og mötuneyta er gert auðvelda fyrir að skipuleggja starf sitt. Mexíkóska verkefnið sem var í öðru sæti snerist um að auka vitund nemenda sem leifðu mat með því að gefa þeim færi á að rækta sitt eigið grænmeti á skólalóðinni. Í þriðja sæti var verkefnið Eat My Words en þar vann hópur nemenda að skapandi leiðum til að miðla upplýsingum um umsvif og áhrif matarsóunar til breskra nemenda. Um 470 skólar í 80 löndum tóku þátt í verkefninu.
(Sjá frétt UNEP í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s