Framleiðsla á lífrænu plasti fjórfaldast!

bioplasticÁætlað er að heimsframleiðsla á lífrænum plastefnum muni fjórfaldast á næstu fjórum árum eða úr 1,6 milljónum tonna í 6,7 milljón tonn, að því er fram kemur í ársskýrslu European Bioplastics. Aukningin verður væntanlega einkum í Asíu, þar sem Tæland, Indland og Kína munu standa fyrir um 75% af heimsframleiðslunni. Lífræn plastefni eru framleidd úr endurnýjanlegum auðlindum á borð við maíssterkju og sykurreyr og geta m.a komið í stað hefðbundins plasts í umbúðum. Þannig mun áhersla ESB á að draga úr plastpokanotkun stuðla mjög að stækkun markaðsins. Einnig hafa miklar tækniframfarir ýtt undir aukna framleiðslu á lífrænu plasti. Lífrænt pólýetýlenplast er lang stærsti hluti heimsframleiðslunnar, enda leggja fyrirtæki á borð við Coca-Cola síaukna áherslu á „grænar“ umbúðir.
(Sjá frétt EDIE 4. desember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s