Fimmtíu áhugaverðar nýjungar í rafvæðingu samganga eru kynntar í nýrri skýrslu nýsköpunarsetursins Urban Foresight undir yfirskriftinni EV City Casebook. Skýrslunni er ætlað að vekja athygli á skapandi verkefnum sem þegar eru komin í gang og þykja líkleg til að ryðja brautina fyrir rafvæðingu samgangna. Meðal verkefna sem kynnt eru í skýrsluna má nefna þráðlausa hleðslu rafknúinna strætisvagna í borginni Gumi í Suður-Kóreu, en þar taka vagnarnir hleðslu úr rafsegulsviði sem myndast yfir lögnum á 12 km hluta af akstursleið vagnanna. Einnig er kynnt net rafleigubíla í borginni Hangzhou í Kína þar sem bílstjórar geta skipt tómum rafhlöðum út fyrir fullar í höfuðstöðum leigubílafyrirtækisins.
(Sjá frétt EDIE 3. desember).
Þegar orðið borg / „City“ er í fyrirsögninni, og greinilega er ekki bara fjallað um bílar, er skringilegt að ekki sé minnst á bifhjól, létt og þung og svo reiðhjól sem eru knúin rafmagni eða bjóða upp á aðstoð. Pedelec týpan flokist sem reiðhjól samkvæmt EES-reglum sem nú er verið að innleiða á Íslandi og býður upp á aðstoð upp að 25 km/klst á meðan fótstígum er snúið.
Ég fann i fljótu bragði ekkert svona fancy efni um rafmagnsreiðhjól, og þessi skýsrla frá EIDE. Fann ekki heldur nýleg umfjöllun um pedelec eða electric bicycles hjá til dæmis enn.com. Það virðist sem sagt vanta sölubatteríið sem rafmagsnbílarnir hafa í bakinu. En hér er allavega ein grein : http://www.greenamerica.org/livinggreen/ElectricBikes.cfm
Kannski er nyjungagirningin að fara með okkur. Rafmagnsreiðhjól eru að festa sig í sessi á mörgum mörkuðum, en þykja samt ekki nógu spennandi að fjalla um. Og ég get ekki séð að ástæðan sé að pedelec og önnur rafmagsreiðhjól séu ekki aðlaðandi kostur fyrir fólki, eða geta ekki verið mikilvæg hluti af vegferðinni í átt að sjálfbærri þróun. Nei þvart á móti. Það eru aðrar ástæður.
Hér er grein frá European Cyclists’ Federation , sem vilja setja rafmagnsreiðhjolin betur á kortið. http://www.ecf.com/industry/new-technology/
Takk fyrir þessar ábendingar Morten. Mjög áhugavert!
Þakka jákvæð viðbrögð 🙂 Það er vonandi að verkefni ECF og samstarfsaðila með að hampa rafmagnsreiðhjólið, til dæmis rafmagns-flutningareiðhjólið, gagnvart ESB apparatinu, muni bera árangur.
Nú sem ég les yfir texta fyrri athugasemd mína, sé ég margt sem mætti laga, til dæmis er skýrslan frá Urban foresight, og samstarfsaðila frekar en frá EIDE 🙂 Villurnar mínar voru „ósýnilegar“ þegar ég skrifaði… Held samt að aðalatriðin hafi komist til skila.