Sveitarfélög kalla eftir aukinni ábyrgð tyggjóframleiðanda

tyggjoSamtök breskra sveitarfélaga (Local Government Association (LGA)) hafa skorað á tyggjóframleiðendur að taka þátt í hreinsunarkostnaði vegna tyggigúmmís á götum borga og bæja. Sveitarfélög í Bretlandi eyða árlega um 60 milljónum breskra punda (um 11 milljörðum ísl. kr.) í að hreinsa upp tyggigúmmi, enda er talið að í þéttbýliskjörnum megi á hverjum tíma finna um 25 tyggjóklessur á hvern lengdarmetra gangstéttar. Hvert tyggjó kostar neytandann um 3 bresk penní (um 6 ísl. kr.) en hins vegar kostar það yfirvöld um 1,5 pund (um 290 ísl. kr.) að hreinsa upp hverja klessu. Hingað til hafa tyggjóframleiðendur lagt nokkra áherslu á að hvetja fólk til að henda notuðu tyggjói í ruslatunnur, en hafa lítið sinnt um þátttöku í hreinsikostnaði. Venjulegt tyggjó brotnar alls ekki niður í náttúrunni og hefur LGA hvatt framleiðendur til að þróa tyggjó sem er umhverfisvænna að þessu leyti.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s