Lítt þekkt eldvarnarefni finnast í þvagi

sofaÍ nýrri rannsókn á eldvarnarefnum í þvagi Bandaríkjamanna fannst mikið magn af lítt rannsökuðum fosfatefnum. Sérstaka athygli vakti að efnið TCEP (trís-(2-klóretýl) fosfat) fannst í 75% þvagsýnanna, en efnið hefur ekki áður verið mælt í þvagi. Eldvarnarefni úr fosfati er m.a. að finna á bólstruðum húsgögnum. Efnin eru krabbameinsvaldandi auk þess sem sum þeirra (m.a. TCEP) hafa áhrif á taugastarfsemi og starfsemi æxlunarfæra. Efnin berast oftast inn í líkamann með innöndun, en rannsóknin sýndi einmitt fram á fylgni milli styrks efnanna í þvagi og í ryki á heimili sömu einstaklinga. Bann hefur verið lagt við notkun tiltekinna eldvarnarefna, en umrædd fosfatefni hafa ekki fengið mikla athygli hingað til, þrátt fyrir skaðsemina.
(Sjá frétt Science Daily í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s