Danska ríkisstjórnin fjármagnar „Efnavaktina“

kemiwatchDanska ríkisstjórnin og Samheldniflokkurinn (d. Enhedslisten) hafa lagt fram 17,4 milljónir danskra króna, (rúmlega 350 millj. ísl. kr.) til að koma á fót sérstakri „Efnavakt“ sem aðstoða mun neytendur við að forðast skaðleg efni í daglegu lífi. Efnavaktin (KemiWatch) er samstarfsverkefni stjórnvalda og dönsku neytendasamtakanna Tænk, en samtökin taka að sér að skrá þau skaðlegu efni sem eru í umferð, útskýra skaðsemi þeirra og benda á hvar þau sé helst að finna. Í verkefninu mun einnig fara fram umsvifamikil greining á neytendavörum þar sem skoðað er hvort innihaldslýsingar séu réttar. Með því er jafnframt þrýst á framleiðendur að stunda gegnsæ viðskipti. Neytendasamtökin munu halda úti sérstakri heimasíðu fyrir verkefnið og starfrækja innhringiþjónustu til að aðstoða neytendur við að taka upplýstar ákvarðanir.
(Sjá frétt á heimasíðu danska umhverfisráðuneytisins 10. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s