Bannað verði að merkja matvöru sem „náttúrulega“

natturulegtBandarísku neytendasamtökin Consumer Reports hafa krafist þess að bannað verði að merkja matvöru með áletruninni „náttúrulegt“ og að skylt verði að sérmerkja allar matvörur sem innihalda erfðabreytt efni. Þessi krafa kemur í kjölfar rannsóknar samtakanna, sem leiddi í ljós að algengar matvörur, svo sem morgunkorn, snakk og barnamatur, sem merktar höfðu verið sem „náttúrulegar“, innihéldu mælanlegt magn af erfðabreyttu korni. Um 64% Bandaríkjamanna telja að sé vara merkt sem „náttúruleg“ innihaldi hún ekki erfðabreytt efni, en um 75% bandarískra neytenda leitast við að kaupa vörur án slíkra efna. Þess vegna er áletrunin „náttúrulegt“ beinlínis villandi að mati samtakanna.
(Sjá frétt ENN 8. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s