Rusl á fjörum kostar íbúa stórfé

strendurÍbúar Orange County í Kaliforníu eyða tugum milljóna dollara árlega í að komast hjá því að eyða sumrinu á ströndum þar sem mikið er um rusl, að því er fram kemur í nýrri rannsókn bandarísku sjávar- og andrúmsloftsstofnunarinnar (NOAA). Útgjöldin felast í ferðakostnaði fólks sem fer um langan veg í leit að hreinni ströndum, enda virðist hreinleikinn skipta fólk mestu máli við val á strandsvæðum til útivistar. Ef takast má að minnka úrgangsmagn á ströndum sýslunnar um 25% gæti samanlagður sparnaður íbúa numið allt að 32 milljónum Bandaríkjadala á hverju sumri (um 3,7 milljörðum ísl. kr). Með því að koma í veg fyrir að úrgangur endi í hafinu er því dregið úr kostnaði íbúa á sama tíma og vistkerfi hafs og stranda eru vernduð.
(Sjá frétt ENN 12. ágúst).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s