Vistkerfisþjónusta djúpsjávarfiska

Lizard FishDjúpsjávarfiskar fanga og geyma um milljón tonn af koltvísýringi á hverju ári í lögsögu Bretlands og Írlands, að því er fram kemur í nýrri rannsókn Háskólans í Southampton. Fiskarnir nærast á fæðu sem á uppruna sinn á yfirborðinu og berst niður til þeirra í gegnum fæðukeðjuna. Þannig er kolefni selflutt frá yfirborði sjávar og niður á djúpsævi. Þar sem fiskarnir halda sig á miklu dýpi alla ævi helst kolefnið á hafsbotni og endar í setlögum í stað þess að losna aftur út í andrúmsloftið þegar lífverurnar rotna. Þessi vistkerfisþjónusta djúpsjávarfiskanna væri metin á um 10 milljónir punda (tæpa tvo milljarða ísl. kr.) ef hægt væri að selja hana sem kolefnisjöfnun.
(Sjá frétt Science Daily 3. júní).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s