Djúpsjávarfiskar fanga og geyma um milljón tonn af koltvísýringi á hverju ári í lögsögu Bretlands og Írlands, að því er fram kemur í nýrri rannsókn Háskólans í Southampton. Fiskarnir nærast á fæðu sem á uppruna sinn á yfirborðinu og berst niður til þeirra í gegnum fæðukeðjuna. Þannig er kolefni selflutt frá yfirborði sjávar og niður á djúpsævi. Þar sem fiskarnir halda sig á miklu dýpi alla ævi helst kolefnið á hafsbotni og endar í setlögum í stað þess að losna aftur út í andrúmsloftið þegar lífverurnar rotna. Þessi vistkerfisþjónusta djúpsjávarfiskanna væri metin á um 10 milljónir punda (tæpa tvo milljarða ísl. kr.) ef hægt væri að selja hana sem kolefnisjöfnun.
(Sjá frétt Science Daily 3. júní).