Til greina kemur að banna sígarettufiltera, setja skilagjald á sígarettustubba, merkja sígarettupakka með viðvörunum um umhverfisáhrif og gera framleiðendur ábyrga fyrir hreinsun. Þetta eru nokkrar þeirra aðgerða sem vísindamenn stinga upp á til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif sígarettustubba á umhverfið. Samkvæmt rannsókn sem gerð var við ríkisháskólann í San Diego í Bandaríkjunum er 75% af þeim 6 billjónum sígaretta sem framleiddar eru árlega hent út í náttúruna að notkun lokinni. Tóbaksvörur innihalda meðal annars nikótín, varnarefni, arsen, blý og etýlfenól, en öll þessi efni geta haft bráð eiturhrif á lífverur. Sígarettufilterar innihalda auk þess plasteindir sem brotna hægt niður.
(Sjá frétt Science Daily í dag).