Tyggjó með hormónaraskandi efnum

tyggegummi_med_bhaEin af hverjum þremur tegundum tyggigúmmís á dönskum markaði inniheldur hormónaraskandi efni samkvæmt athugun dönsku neytendasamtakanna Tænk. Átján af 62 tegundum sem kannaðar voru reyndust innihalda efnið bútýlhýdroxýanisól (BHA) sem notað er sem rotvarnarefni í ýmsar matvörur, en er jafnframt á lista ESB yfir efni sem trufla hormónastarfsemi líkamans. Anja Philip, formaður neytendasamtakanna, segir ólíklegt að efnið hafi mikil áhrif í því magni sem finna má í tyggjói. Hins vegar geti það stuðlað að kokteiláhrifum í samspili við önnur efni. BHA er talið geta haft áhrif á frjósemi auk þess sem efnið eykur líkurnar á krabbameini í eistum.
(Sjá frétt Politiken í gær og tyggjólista Tænk).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s