Spilakassar sem taka við tómum kókflöskum voru nýlega settir upp í Dakka, höfuðborg Bangladesh, sem hluti af kynningarverkefni Coca Cola. Settir voru upp sex spilakassar, öðru nafni hamingjukassar, og á þeim sex dögum sem kassarnir voru virkir söfnuðust þúsundir plastflaskna á sama tíma og gangandi vegfarendur skemmtu sér í tölvuleiknum Pong. Aðalmarkmið verkefnisins var þó ekki að safna flöskum, heldur að auka umhverfisvitund íbúa Bangladesh, undirstrika mikilvægi endurvinnslu og senda þau skilaboð að endurvinnsla gæti verið skemmtileg.
(Sjá frétt EDIE í gær).