Um 3/4 af þekktum olíu- og gaslindum liggi óhreyfðar

Klima2-66vbey_MLeAðeins má nýta um 25% af þekktum olíu- og gaslindum í heiminum ef takast á að halda hlýnun jarðar innan við 2°C frá því sem var fyrir iðnbyltingu. Hin 75 prósentin verða að liggja óhreyfð eða eru með öðrum orðum „óbrennanlegt kolefni“. Þetta kemur fram í drögum að 3. hluta 5. stöðuskýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kemur út 12. apríl nk. Hér er einungis átt við þekktar lindir sem talið er fjárhagslega og tæknilega mögulegt að vinna olíu eða gas úr. Jafnframt gefa fyrstu drög skýrslunnar til kynna að minnka verði losun gróðurhúsalofttegunda um 40-70% fram til ársins 2030 frá því sem hún er í dag.
(Sjá frétt Aftenposten í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s