Fairphone gefur tóninn fyrir sjálfbæra snjallsíma

fairphone.jpg.662x0_q100_crop-scaleÍ þriðju útgáfu Fairphone farsímans er lögð áhersla á sjálfbæran uppruna málma, góð vinnuskilyrði og einfaldleika í viðgerðum. Þar með slær fyrirtækið tóninn fyrir umhverfisvæna snjallsíma. Mikið er lagt upp úr því að málmar sem notaðir eru í framleiðsluna séu ekki frá svæðum þar sem átök standa yfir vegna námuvinnslunnar. Reynt er að tryggja sanngjörn laun verkamanna í allri virðiskeðjunni og einnig hefur fyrirtækið sett upp sérstakt skilakerfi fyrir símana. Fyrirtækið iFixit hefur tekið að sér viðhald símanna. Sá samningur felur í sér að auðvelt er að panta varahluti, auk þess sem útbúin hefur verið viðgerðarhandbók sem auðveldar notendum að gera við helstu bilanir upp á eigin spýtur. Auðvelt er að taka snjallsímann í sundur og skipta um það sem bilar, en eins og margir þekkja er oft erfitt að nálgast varahluti fyrir snjallsíma og spjaldtölvur: Neytendum er þá gjarnan ráðlagt á að kaupa sér nýtt tæki frekar en að láta gera við það gamla.
(Sjá frétt Treehugger í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s