Dýnur í barnarúmum geta gefið frá sér hættuleg efnasambönd. Þetta kom fram við rannsókn vísindamanna við Háskólann í Austin í Texas, þar sem skoðaðar voru 20 mismunandi dýnur. Algengast var að dýnurnar gæfu frá sér rokgjörn lífræn efni (VOCs) sem fyrirfinnast í pólýúretan- og pólýestersvampi í dýnunum. Losun efnanna eykst eftir því sem líkamhiti barnsins hækkar og er mest á því svæði sem andardráttur barnsins nær til. Þá reyndist styrkur efnanna um fjórfalt hærri í nýjum dýnum en gömlum. Talið er að loftmengun innanhúss geti haft mikil áhrif á þroska ungbarna og þá sérstaklega mengun nálægt svefnstað, enda sofa ungabörn um 50-60% af tíma sínum.
(Sjá frétt ENN í gær).