Hálfmaraþon í Kaupmannahöfn stuðlar að betri heimi

IAAF halfmaraHeimsmeistaramótið í hálfu maraþonhlaupi, sem fram fer í Kaupmannahöfn laugardaginn 29. mars, er fyrsti íþróttaviðburðurinn sem hlýtur sérstaka viðurkenningu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins (IAAF) fyrir framlag sitt til samfélagslegrar ábyrgðar. Viðurkenningin, sem nefnist á ensku Athletics Better World award, verður framvegis veitt þeim mótshöldurum sem þykja skara framúr í áherslum sínum á heilbrigðismál, umhverfismál, félagslegan jöfnuð og frið. Ein ástæða þess að hlaupið í Kaupmannahöfn fær þennan stimpil er sú að þar ákváðu mótshaldarar að gefa almenningi sömu tækifæri til þátttöku og helstu stjörnunum í íþróttinni. Fá dæmi eru um íþróttaviðburði þar sem öllum gefast sömu tækifæri til að glíma við sömu áskoranir á sömu braut og á sama tíma og mestu stjörnur íþróttaheimsins.
(Sjá frétt á heimasíðu IAAF í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s