Helena Helmersson, sjálfbærnistjóri sænska fatarisans H&M, er langefst á lista viðskiptablaðsins Väckans affärer yfir valdamestu konurnar í sænsku viðskiptalífi, enda annast hún mikilvægustu framtíðarmálin í stærsta fyrirtækinu á hlutabréfamarkaðnum, eins og það er orðað í rökstuðningi blaðsins. Á þriggja ára ferli sínum sem sjálfbærnistjóra þykir Helenu hafa tekist að flétta sjálfbærni inn í alla starfsemi fyrirtækisins, þannig að sjálfbærni hafi þar nú sama vægi og sölutölur.
(Sjá frétt Miljöaktuellt.se 6. mars).