Grænir skattar gætu stóraukið tekjur ESB-ríkja

Grænir peningar ESBAuknir umhverfisskattar gætu fært tólf Evrópusambandslöndum 35 milljarða evra (um 5.500 milljarða ísl. kr.) á ári í auknar skatttekjur, á sama tíma og draga myndi úr álagi á umhverfið. Þetta er niðurstaða skýrslu sem sambandið lét vinna sem lið í undirbúningi fjárlaga. Í skýrslunni er lagt til að nýir skattar verði lagðir á orkunotkun, flutninga, loftmengun, urðun og brennslu úrgangs, umbúðir, plastpoka, vatnsnotkun, losun í fráveitur, áburð, varnarefni og íblöndunarefni. Jafnframt er lagt til að ríkin spari fé með því að hætta niðurgreiðslum sem eru skaðlegar umhverfinu. Fjárhagslegan ávinning af þessu mætti nota til að lækka skatta á tekjur fólks, draga úr fjárlagahalla og vinna að úrbótum í umhverfismálum.
(Sjá frétt EDIE 13. mars).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s