Umhverfismerktir hvarfakútar

Blaue Engel bannerÞýsku fyrirtækin HJS Emission Technology og LRT Automotive fengu á dögunum leyfi til að merkja hvarfakúta sem fyrirtækin framleiða með þýska umhverfismerkinu Bláa englinum. Umræddir kútar eru varahlutir sem gripið er til ef skipta þarf um hvarfakúta í bílum. Kútarnir eru seldir með 5 ára ábyrgð og til að fá Bláa engilinn þurfa þeir að standast strangar kröfur um hreinsun útblásturs allan þann tíma. Virkni kútanna skal prófuð sérstaklega einu sinni á ári til að staðfesta afköst þeirra og endingu. Umræddir kútar eru fyrstu umhverfismerktu hvarfakútarnir á markaðnum.
(Sjá fréttatilkynningu Bláa engilsins 10. febrúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s