ESB kynnir Rikka Rusl til sögunnar

Rikki RuslFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) birti á dögunum stutt myndband sem ætlað er að hvetja fólk til að líta á úrgang sem verðmæti. Myndbandið, sem er hluti af átakinu „Generation Awake“, er sett fram sem stikla (e. trailer) fyrir kvikmynd þar sem ruslatunnan Rikki Rusl (e. Richard Rubbish) rís upp (eða er öllu heldur réttur við) gegn því virðingarleysi sem honum og hans innri gildum hefur verið sýnt. Átakinu „Generation Awake“ var upphaflega hleypt af stokkunum árið 2011, en því er einkum ætlað að höfða til fólks á aldrinum 25-40 ára og fá það til að tileinka sér leiðir til að nota auðlindir á skynsamlegan hátt í stað þess að leyfa þeim að verða að úrgangi.
(Sjá frétt EDIE 7. febrúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s