Stærsta sjávarfallalón í heimi í undirbúningi við Swansea

Swansea-garðurOrkufyrirtækið Tidal Lagoon Power vill hrinda í framkvæmd áætlun um byggingu nokkurra sjávarfallavirkjana við strendur Bretlands, með samanlagt uppsett afl upp á 7.300 megavött (MW). Orkan frá virkjununum á að duga til að uppfylla 10% af allri raforkuþörf Bretlands. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 12 milljarðar sterlingspunda (um 2.270 milljarðar ísl. kr). Fyrsta skrefið í þessu myndi vera bygging 9,5 km varnargarðs utan um 11,5 ferkílómetra lón í grennd við Swansea og virkjun sjávarfalla inn og út úr lóninu. Þetta yrði stærsta manngerða sjávarfallalón í heimi. Gert er ráð fyrir að þessi eina virkjun verði 320 MW, framleiði um 420 gígavattstundir (GWst) á ári og endist í 120 ár.
(Sjá frétt Guardian í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s