Fornri þekkingu beitt gegn hnignun tegunda

IPBESFulltrúar 115 þjóða innan IPBES (Milliríkjanefndarinnar um líffræðilega fjölbreytni og þjónustu vistkerfa) hafa tekið höndum saman um að safna og leiða saman fornar landbúnaðaraðferðir og þekkingu frumbyggja hvaðanæva að úr heiminum í þeirri von að þessu megi beita til að sporna gegn hraðasta útdauða tegunda frá því á dögum risaeðlanna. Meðal þeirra aðferða sem talið er að geti nýst í þessari viðleitni er fiskeldi á hrísgrjónaökrum líkt og stundað var í Kína og víðar fyrir 1200 árum. Með því að rækta hrísgrjón og fiska á sama svæði er hægt að draga úr varnarefnanotkun um 68% og minnka þörfina fyrir tilbúinn áburð um 24% samanborið við einhæfar ræktunaraðferðir samtímans. Varnarefni drepa alla jafna fleiri tegundir lífvera en þeim er ætlað, þannig að þessi eina aðgerð getur skipt verulegu máli fyrir vistkerfið. Einnig verður skoðað hvernig samnýta megi veðurþekkingu Inúíta með gögnum frá gervihnöttum til að meta bráðnun íss, svo annað dæmi sé nefnt.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s