Ný tækni í endurvinnslu flatskjáa

FPD processingFyrirtækið EWRG (Electrical Waste Recycling Group) í Huddersfield í Bretlandi hefur fengið starfsleyfi fyrir nýja vinnslulínu, þá fyrstu sinnar tegundar í heiminum, sem undirbýr ónýta flatskjái til endurvinnslu á mun skemmri tíma en áður hefur þekkst. Endurvinnsla flatskjáa er flókið verk, þar sem flatskjáirnir innihalda fjöldann allan af hlutum sem erfitt er að aðskilja. Með þeim aðferðum sem beitt hefur verið tekur niðurrifið að lágmarki um 15 mín. á hvern skjá ef öllum reglum er fylgt, en með nýja búnaðinum tekur þetta ekki nema 6 sek. Um ein milljón ónýtra flatskjáa fellur til í Bretlandi í hverjum mánuði.
(Sjá frétt Waste Management World 6. desember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s