Varnarefni í léttvíni

VínÍ rannsókn sem Landbúnaðarháskóli Svíþjóðar (SLU) gerði fyrir sjónvarpsþáttinn Kalla fakta á sjónvarpsstöðinni TV4 fundust varnarefnaleifar í fjórum af tíu mest seldu tegundum kassavíns í Svíþjóð. Evrópusambandið hefur ekki sett nein viðmiðunargildi fyrir leyfileg hámörk varnarefna í víni, en styrkur efnanna í umræddri rannsókn var allt að 55 sinnum hærri en leyft er í drykkjarvatni. Ein víntegund af þessum fjórum, Les Fumées Blanches, innihélt efnið Þíóphanatmetýl, sem talið er stuðla að krabbameinsvexti og ófrjósemi.
(Sjá frétt Sænska ríkisútvarpsins 24. nóvember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s