Í rannsókn sem Landbúnaðarháskóli Svíþjóðar (SLU) gerði fyrir sjónvarpsþáttinn Kalla fakta á sjónvarpsstöðinni TV4 fundust varnarefnaleifar í fjórum af tíu mest seldu tegundum kassavíns í Svíþjóð. Evrópusambandið hefur ekki sett nein viðmiðunargildi fyrir leyfileg hámörk varnarefna í víni, en styrkur efnanna í umræddri rannsókn var allt að 55 sinnum hærri en leyft er í drykkjarvatni. Ein víntegund af þessum fjórum, Les Fumées Blanches, innihélt efnið Þíóphanatmetýl, sem talið er stuðla að krabbameinsvexti og ófrjósemi.
(Sjá frétt Sænska ríkisútvarpsins 24. nóvember).