Sveitarstjórnir og önnur yfirvöld úrgangsmála þurfa að auka til muna upplýsingagjöf til almennings um afdrif flokkaðs úrgangs. Margir telja að flokkuðum úrgangi sé fargað í miklum mæli í stað þess að senda hann til endurvinnslu. Sú er vissulega ekki raunin, en ástæða er til að ætla að gleggri upplýsingar um afdrifin stuðli að meiri og betri flokkun. Þetta er í öllu falli mat bresks úrgangssérfræðings.
(Sjá frétt EDIE 21. nóvember).
Já, sammála. Maður flokkar og flokkar en veit svo í raun ekkert hvað er gert við þetta. Tel það virki sem flokkunarhvati að upplýsa almenning um hvað verður um úrganginn, þ.e.a.s. ef það er eitthvað skynsamlegt.