Rúmlega 60% allra sveitarfélaga í Svíþjóð (179 sveitarfélög) hafa hafið söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi (matarleifum) frá heimilum. Í 65 sveitarfélögum ber heimilum skylda til að flokka þennan úrgang, 107 sveitarfélög bjóða íbúum þetta sem valkost og í 7 sveitarfélögum nær söfnunin aðeins til stóreldhúsa, svo sem veitingahúsa og mötuneyta. Rúmlega 25% sveitarfélaga (75 sveitarfélög) hyggjast hefja söfnun matarleifa á næstunni.
(Sjá frétt á heimasíðu Avfall Sverige 19. nóvember).