Leigja treyju?

LeasefleeceFyrirtækið Mud Jeans í Hollandi býður nú hettupeysur til leigu, gerðar úr endurunnum gallabuxum úr lífrænni bómull, auk viskósblöndu. Leigjendur geta valið um að greiða 100 evrur í upphafi leigutímans, sem getur verið eins langur og verkast vill, eða greiða 20 evrur í upphafi og síðan 5 evrur á mánuði þar til sömu hámarksupphæð er náð. Þegar flíkinni er skilað, sem getur gerst hvenær sem er, er 20 evru skilagjald endurgreitt í báðum tilvikum í formi afsláttar af næstu viðskiptum. Með þessu móti er fötunum aldrei hent, heldur er allt efnið endurunnið að notkun lokinni. Verkefnið gengur undir nafninu Lease a fleece.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s