Christine Lagarde forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans (AB) gáfu út sameiginlega yfirlýsingu við upphaf ársfundar stofnananna sem nú er að hefjast í Washington, þess efnis að loftslagsmál muni hér eftir vera forgangsverkefni hjá báðum stofnunum. Christine Lagarde sagði að aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda gætu styrkt hagkerfi þjóða verulega. Í því skyni þyrfti annars vegar að vinna að réttri verðlagningu kolefnis, og þar gæti IGS hjálpað til, og hins vegar að afnema niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti, en þær nema nú um 485 milljörðum dollara á ári. Kim Young Kim sagði að AB legði megináherslu á þrennt: Tryggja sjálfbæra orku í öllum löndum, styðja við kolefnislétt borgarskipulag og stuðla að kolefnisvænni þróun í landbúnaði. Samstilltar aðgerðir stofnananna tveggja gætu skipt miklu máli til að sporna gegn loftslagsbreytingum.
(Sjá frétt PlanetArk í gær).