Sýklalyf stórlega ofnotuð við hálsbólgu

PillurLæknar eru alltof viljugir að ávísa sýklalyfjum við hálsbólgu og bráðri berkjubólgu ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Harvardháskóla í Bandaríkjunum sem sagt er frá í tímaritinu JAMA Internal Medicine. Þarlendis ávísi læknar sýklalyfjum til 60% þeirra sem leita til þeirra vegna hálsbólgu, og þegar um berkjubólgu er að ræða er hlutfallið 73%. Þetta gerist þrátt fyrir að aðeins 10% hálsbólgutilfella og nær engin berkjubólgutilfelli stafi af bakteríusýkingum. Þessi mikla og gagnslausa sýklalyfjanotkun stuðli að vexti lyfjaónæmra baktería, auk þess sem fólk sé þarna að setja eitthvað inn í líkamann sem hann hafi enga þörf fyrir en stuðli þess í stað að aukaverkunum á borð við ofnæmi, sveppasýkingar og ógleði.
(Sjá frétt Science Daily 4. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s