Efni í dísilreyk geta torveldað býflugum að greina blómalykt og þannig haft neikvæð áhrif á frævun plantna og þar með á fæðuöryggi jarðarbúa, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við háskólann í Southampton. Svo virðist sem köfnunarefnisoxíð (NOx) í reyknum eyði tileknum lyktarefnum þannig að þau verði ekki lengur merkjanleg. Áhrifin eru því væntanlega ekki bundin við dísilreyk, heldur má gera ráð fyrir að sama gildi um reyk frá annarri brennslu. Rannsóknin sem um ræðir var gerð á tilraunastofu, þannig að eftir er að sýna fram á að hið sama gildi úti í náttúrunni.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).