Í gær samþykkti Framkvæmdastjórn ESB nýja áætlun um uppbyggingu grænna innviða í álfunni, en grænir inniviðir einkennast af því að þar eru náttúrlegir ferlar markvisst fléttaðir inn í skipulag svæða. Framkvæmdastjórnin telur að aukin áhersla á græna innviði hafi í för með vistfræðilegan, efnahagslegan og félagslegan ávinning, enda sé þar leitað leiða til að vinna með náttúrunni en ekki gegn henni. Slíkar lausnir séu oft ódýrari og endingarbetri en önnur úrræði sem byggjast á hefðbundinni byggingarverkfræði. Um leið séu sköpuð ný störf og vistlegri borgir. Fyrir lok þessa árs mun framkvæmdastjórnin gefa út leiðarvísi um uppbyggingu grænna innviða og á næsta ári verður komið á sérstakri stofnun í samvinnu við Evrópska fjárfestingarbankann til að fjármagna verkefni sem falla að áætluninni.
(Sjá frétt EDIE í dag).