Sjálfbærni verður ný keppnisgrein á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem haldið verður í Gautaborg 1.-3. mars nk. Þar er ætlunin að fá a.m.k. 6.000 manns, þ.e.a.s. jafnmarga sætunum í frjálsíþróttahöllinni, til að undirrita sérstakt loftslagsheit í 10 liðum. Sænsku náttúruverndarsamtökin(Naturskyddsföreningen) með þekktasta starfsmann sinn, Carólínu Klüft, í broddi fylkingar, hafa unnið að undirbúningi verkefnisins með Evrópska frjálsíþróttasambandinu. Sams konar keppni verður háð á fjórum öðrum Evrópumeistaramótum (félagsliða, ungmenna og í víðvangshlaupi) síðar á árinu, en öll þessi mót eru aðilar að samstarfi um umhverfismál undir yfirskriftinni „Green inspiration„.
(Sjá frétt á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Evrópu 22. febrúar).