Sameiginleg viska ef til vill mikilvægari en talið var

130131144410-largeSameiginleg viska (e. collective intelligence) kann að eiga enn stærri þátt í tilveru hjarðdýra en áður var talið, ef marka má nýjar niðurstöður fræðimanna við Prince­ton háskólann sem birtar eru í vísindatímaritinu Sci­ence. Takmarkaðar veiðar, röskun búsvæða eða aðrar aðgerðir manna sem fækka einstaklingum í slíkum hópum niður fyrir tiltekið lágmark, minnka þéttni hópanna eða skipta hópunum upp, geta jafnvel orsakað skyndilegt og algjört hrun, þótt ekkert bendi til slíks fljótt á litið. Þetta getur t.d. átt við um ýmsa farfugla og torfufiska, þar sem hópurinn kemst auðveldlega leiðar sinnar þó að enginn einn einstaklingur í hópnum hafi nokkra getu til þess upp á eigin spýtur.
(Sjá frétt Science Daily 31. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s