Rannsóknir benda til að sóun matvæla eigi stóran þátt í hækkun matvælaverðs, minnkandi fæðuöryggi og loftslagsbreytingum. Sérfræðingar spá nú 15% hækkun matvælaverðs á heimsmarkaði fram í júní á næsta ári, en slík hækkun gæti haft verulegar pólitískar og félagslegar afleiðingar. Þetta verður þriðja „verðbólguskotið“ á matvælamarkaðnum á 5 árum, og má einkum skýra það með uppskerubresti í Bandaríkjunum, Rússlandi og Suður-Ameríku. Ljóst þykir að vandinn verði ekki leystur með aukinni framleiðslu, hvorki í lengd né bráð, heldur sé bætt nýting í matvælakeðjunni algjört lykilatriði til að tryggja nægjanlegt framboð og halda verðhækkunum í skefjum.
(Sjá frétt EDIE í gær).