Danska verslunarkeðjan Irma selur nú meira af Svansmerktum snyrtivörum en öðrum vörum til sömu nota. Hlutfall Svansmerktu varanna er komið í 56% af heildarsölunni, en salan á þessum vörum hefur aukist um 7% á einu ári. Trúverðugleiki Svansins og samkeppnishæft verð eru sagðar vera helstu ástæður þessarar miklu aukningar.
(Sjá frétt á heimasíðu Svansins í Danmörku 27. nóvember).