Stokkhólmslén er það svæði í Svíþjóð þar sem mestur árangur hefur náðst í notkun endurnýjanlegs eldsneytis í almenningssamgöngum, en þar var hlutfall slíks eldsneytis komið í 65% árið 2011. Örebrolén var hins vegar fremst í flokki hvað varðar innkaup á lífrænum matvælum, en árið 2011 voru 35,4% af matarinnkaupum lénsins með lífræna vottun. Fimm önnur svæði höfðu þá náð markmiði sænska ríkisins um 25% hlutdeild lífrænna matvæla í opinberum innkaupum. Þessar tölur og margar fleiri koma fram í skýrslunni Miljönyckeltal för landsting och regioner 2012 sem kom út í vikunni.
(Sjá skýrsluna Miljönyckeltal för landsting och regioner 2012).