Síðastliðinn föstudag kynnti Tony Burke, umhverfisráðherra Ástralíu, ákvörðun þarlendra stjórnvalda um stofnun þjóðgarða á nærliggjandi hafsvæðum til að vernda kóralrif og annað lífríki sjávar gegn neikvæðum áhrifum olíuleitar og fiskveiða. Þetta verður stærsta náttúruverndarsvæði heimshafanna, samtals um 2,3 milljónir ferkílómetra (u.þ.b. 23-föld stærð Íslands). Með þessu vilja stjórnvöld tryggja að fiskabúr og teiknimyndin ‘Finding Nemo’ verði ekki einu heimildirnar sem eftir verða um mikilfengleika hafanna.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).