Flatarmál náttúruverndarsvæða í Evrópu er nú komið yfir 21% af öllu flatarmáli álfunnar. Vatnajökulsþjóðgarður er stærsta svæðið í þessum flokki, en samtals eru svæðin um 105.000 talsins. Hægar gengur að friða svæði á hafinu, en þar eiga Evrópulönd enn langt í land til að ná markmiði Evrópusambandsins um að 10% af hafsvæðum sambandslandanna njóti verndunar. Einkum hefur lítið miðað í friðun hafsvæða fjær landi. Rannsóknir benda til að beinar og óbeinar tekjur af nátturuverndarsvæðum séu þrefalt til sjöfalt hærri en stofnkostnaðurinn.
(Sjá frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar Evrópu 23. október).