Um þriðjungur sveitarfélaga í Suður-Svíþjóð tekur ekkert tillit til hækkandi sjávarborðs í skipulagsáætlunum sínum og um 60% af þeim sem taka hækkunina með í reikninginn virðast ekki byggja áætlanir sínar á traustum grunni. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Tækniháskólans í Stokkhólmi (KTH) og Rannsóknamiðstöðvar öryggis- og varnarmála (FOI). Strandsvæði verða sífellt vinsælli til búsetu og algengt er að hafnarsvæði séu tekin undir íbúðabyggð án tillits til hækkandi sjávarstöðu.
(Sjá frétt á heimasíðu KTH 31. október).